Jesus gæti farið frá Arsenal - Möguleg stjóraskipti hjá Man Utd og Bayern - Dortmund vill halda Sancho
banner
   fim 16. mars 2017 17:00
Magnús Már Einarsson
Björn Bragi velur draumalið skemmtilegra leikmanna
Draumalið skemmtilegra leikmanna.
Draumalið skemmtilegra leikmanna.
Mynd: Fótbolti.net
Gestir vikunnar í sjónvarpsþætti Fótbolta.net eru skemmtikraftarnir Björn Bragi Arnarsson og Jóhann Alfreð Kristinsson úr Mið-Ísland sem og Snapchat stjarnan Hjálmar Örn Jóhannsson.

Í þættinum völdu þeir allir til draumalið skemmtilegra leikmanna. Árangurinn innan vallar skiptir ekki máli, heldur áttu þeir einungis að spá í hvaða leikmenn væri skemmtilegt að hafa í liðinu.

„Það er mikill húmor í mínu liði," sagði Björn Bragi en hann ákvað að velja einungis íslenska leikmenn. „Ef við myndum koma þessu liði í Pepsi-deildina þá held ég að það myndi taka titilinn, þó að það séu menn þarna sem eru að detta í fimmtugt "

Ólafur Ingi Skúlason, landsliðsmaður, er á miðjunni en Björn Bragi þekkir hann síðan í æsku í Árbænum.

„Ég veit ekki hvort hinn almenni knattspyrnuáhugamaður átti sig á því hvað hann er skemmtilegur. Við vorum saman í grunnskóla og hann fór einhverntímann upp á svið í félagsmiðstöðinni Árseli og var fyndinn í 20 mínútur og allir hlógu. Þetta var fyrsta uppistandið sem maður sá," sagði Björn en Davíð Þór Viðarsson er einnig í liðinu hjá honum.

„Hann er mikill listamaður og frábær söngvari. Þeir sem hafa heyrt Davíð Þór Viðarsson syngja Bahama með Veðurguðunum verða ekki samir eftir. Það er einhver flottasti tónlistargjörningur sem ég hef séð."

„Hægra megin er tengdapabbi minn, Baldur Þór Bjarnason. Flestir myndu segja að hann sé leiðinlegur maður en ef þú ert með honum nógu lengi þá kemur smá skemmtun og hann á einn og einn góðan djók."

Sjá einnig:
Jóhann Alfreð velur draumalið skemmtilegra leikmanna
Hjálmar Örn velur draumalið skemmtilegra leikmanna

Hér að neðan má sjá umræðuna úr sjónvarpsþættinum.
Sjónvarpið: Draumalið skemmtilegra leikmanna
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner