Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 17. mars 2021 15:58
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Damachoua til Frakklands - Til umfjöllunar í sjónvarpsþætti
Jordan Damachoua.
Jordan Damachoua.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Franski varnarmaðurinn Jordan Damachoua er farinn frá Kórdrengjum, aftur heim til Frakklands.

Hann er búinn að semja við Châteauneuf-sur-Loire sem er í fimmtu efstu deild í Frakklandi.

Damachoua kom fyrst hingað til lands 2018 og samdi við KF. Hann spilaði þar tvö tímabil og samdi við svo við Kórdrengi. Hann hjálpaði Kórdrengjum að komast upp úr 2. deild í fyrrra, en hann spilaði 15 leiki með Kórdrengjum í fyrra og skoraði fjögur mörk.

Damachoua, sem er 29 ára gamall, var til umfjöllunar á sjónvarpsstöðinni BeIN Sports á dögunum en myndskeið af því má sjá hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner