Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 17. mars 2021 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Mourinho er löngu búinn"
Jose Mourinho.
Jose Mourinho.
Mynd: Getty Images
Úr Norður-Lundúnaslagnum.
Úr Norður-Lundúnaslagnum.
Mynd: Getty Images
Það var rætt um Norður-Lundúnaslaginn í hlaðvarpsþættinum "enski boltinn" á mánudag.

Arsenal hafði betur gegn erkifjendum sínum í Tottenham í leik sem var spilaður síðasta sunnudag. Tottenham tók forystuna en Arsenal var mikið sterkari aðilinn í leiknum og vann að lokum 2-1.

„Það kom bersýnilega í ljós hvað upplegg (Jose Mourinho) er leiðinlegt," sagði útvarpsmaðurinn Máni Pétursson. „Tottenham kemur til þess að halda stiginu og þeir virðast alltaf byrja þannig. Svo fer skipulagið í klessu, eins og þegar missa manninn út af, og þá ertu kominn með allt annað Tottenham-lið, frábært Tottenham-lið."

„Tottenham var ekki að gera neitt en þeir ná þessu marki. Það hefði verið týpískur Mourinho sigur ef Arsenal hefði ekki náð þessu jöfnunarmarki fyrir hálfleik. Þá hefði hann mögulega drepið þetta enn frekar í seinni og siglt þessu heim. Þetta virðist ekki vera að falla fyrir hann eins og oft áður," sagði Agnar Þór Hilmarsson.

Máni telur að Mikel Arteta sé á réttri leið með Arsenal þrátt fyrir að árangurinn í deildinni á þessu tímabili sé ekki sérstakur. Varnarleikur Arsenal hefur verið góður á tímabilinu en það vanti fleiri stóra karaktera í hópinn.

Á meðan virðist Mourinho vera búinn ef svo má segja. „Mourinho er löngu búinn," sagði Máni.

„Ég held að þetta verði síðasta stóra félagið sem hann mun þjálfa. Hann gæti tekið landslið."

„Það hvarflaði að manni að Tottenham gæti hentað honum vel en það virðist ekki vera," sagði Agnar Þór.

Hér að neðan má hlusta á þátt vikunnar en þar var rætt um Leeds og enska boltann. Það eru Frumherji, White Fox, Viking gylltur (léttöl) og Domino's sem bjóða upp á þáttinn.
Enski boltinn - Bielsa er maður fólksins í Leeds
Athugasemdir
banner
banner
banner