Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 17. mars 2021 21:15
Aksentije Milisic
Myndband: Azpilicueta heppinn að fá ekki á sig víti? - Láta VAR heyra það
Azpilicueta grípur í Carrasco.
Azpilicueta grípur í Carrasco.
Mynd: Getty Images
Nú er í gangi leikur Chelsea og Atletico Madrid í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Þegar þetta er skrifað er staðan 1-0 fyrir Chelsea og því samanlagt 2-0. Í stöðunni 0-0 gerðis hins vegar umdeilt atvik.

Cesar Azpilicueta ætlaði þá að senda boltann til baka á markvörð sinn en sendingin var of laus. Yannick Carrasco kom þá á fleygi ferð og ætlaði að hirða knöttinn á undan Edouard Mendy, markverði Chelsea.

Azpilicute spilaði þá hættulega leik en hann greip í Carrasco sem féll til jarða. Gestirnir brjáluðust og vildu fá vítaspyrnu en ekkert var hins vegar dæmt og VAR ákvað að gera ekkert frekar í málinu.

Margir skilja ekkert af hverju VAR steig ekki inn í og sagði Atli Viðar Björnsson, sérfræðingur á Stöð 2 Sport, að þetta væri klárt víti og rautt spjald á fyrirliða Chelsea.

Rio Ferdinand og Gary Lineker skildu heldur ekkert í þessu og fengu álit hjá Petar Walton, dómara. Hann sagði að þetta væri klárt víti.

„Erfitt að skilja af hverju þetta var ekki skoðað," sagði Gary Lineker og þá sagði Rio Ferdinand að atvik eins og þessi væru ástæðan af hverju VAR er farsi.

Þetta umdeilda atvik má sjá hérna.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner