Lionel Messi og Paulo Dybala eru ekki í argentínska hópnum sem mætir Brasilíu og Úrúgvæ í undankeppni heimsmeistaramótsins í þessum mánuði.
Messi hefur verið að spila frábærlega með Inter Miami í Bandaríkjunum en hann er ekki í hópnum vegna álagsstýringu.
Hann hefur misst af nokkrum leikjum á tímabilinu þar sem Javier Mascherano, þjálfari Miami, hefur einmitt reynt að halda honum heilum með því að hvíla hann inn á milli.
Því hefur verið ákveðið að nota hann ekki í leikjum Argentínu í undankeppninni í næstu viku.
Argentína er í efsta sæti undankeppninnar með 25 stig, fimm stigum á undan Úrúgvæ.
Athugasemdir