Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 17. apríl 2019 18:32
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Umboðsmaður Salah: Aftur er talað með rassgatinu
Mynd: Getty Images
Spænska dagblaðið AS birti í dag grein þess efnis að Mohamed Salah, leikmaður Liverpool, hefði lent saman við Jurgen Klopp, stjóra félagsins. Salah væri ósáttur og vildi yfirgefa Liverpool.

Einnig var því haldið fram að Real Madrid vildi kaupa Salah.

Umboðsmaður Salah, Ramy Abbas Issa, sá þessa grein og fór á Twitter og tjáði sig. Hann segir þetta algjört bull.

„Aftur eru þeir að tala með rassgatinu," sagði hann.

Liverpool Echo, staðarmiðillinn í Liverpool, segir að sannleikurinn sé sá að Salah hafi aldrei verið ánægðari hjá félaginu og sjái framtíð sína hjá því. Salah á í góðu sambandi við Klopp.

Liverpool Echo vitnar í starfsmenn Liverpool sem segja grein AS „hlægilega".

Salah er í byrjunarliði Liverpool gegn Porto í Meistaradeildinni í kvöld. Smelltu hér til að sjá byrjunarliðin.


Athugasemdir
banner
banner
banner