Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
   mið 17. apríl 2024 14:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gundogan vonsvikinn út í samherja sinn: Drepur leikinn
Araujo eftir að hafa fengið rauða spjaldið.
Araujo eftir að hafa fengið rauða spjaldið.
Mynd: EPA
„Ég er vonsvikinn, mjög vonsvikinn því við vorum í svo góðri stöðu," sagði Ilkay Gundogan, leikmaður Barcelona, við CBS eftir leikinn gegn PSG í gær. Barcelona féll úr leik í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar eftir að hafa leitt einvígið með tveimur mörkum á tímapunkti í gær.

„Staðan var ekki bara góð eftir fyrri leikinn heldur enn betri eftir að við skoruðum fyrsta markið í leiknum. Allt var í okkar höndum og við bara gefum það frá okkur á eins einfaldan hátt og það er. Við gáfum PSG þetta og það er það sem er mest svekkjandi."

Gundogan gagnrýndi liðsfélaga sinn Ronald Araujo sem fékk rautt spjald fyrir að brjóta á Bradley Barcola sem var að koma sér í dauðafæri. Gundogan segir að Araujo hefði átt að hleypa Barcola í færið í stað þess að taka þá ákvörðun að brjóta.

„Ef hann braut á honum þá er þetta held ég rautt. Ég hef ekki séð endursýninguna, ég veit það ekki. Á svona tímapunktum verðuru að vera viss um að þú náir boltanum. Ef þú ert ekki viss, og ég segi aftur að ég veit ekki hvort hann snerti boltann, þá máttu ekki bjóða upp á brot."

„Ég vil frekar fá á mig mark þarna eða gefa leikmanninum færi einn gegn markmanni. Leyfðu markverðinum að bjarga okkur eða fáum á okkur í mark því að lenda manni færri drepur leikinn okkar,"
sagði Gundogan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner