West Ham bíður erfitt verkefni á morgun fimmtudag þegar liðið leikur seinni leik sinn gegn Bayer Leverkusen í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Þýska liðið vann fyrri leikinn 2-0.
Vængmaðurinn Jarrod Bowen og miðjumaðurinn Kalvin Phillips tóku báðir þátt í æfingu West Ham í morgun en fjölmiðlamenn fengu að fylgjast með fyrstu fimmtán mínútum æfingarinnar.
Vængmaðurinn Jarrod Bowen og miðjumaðurinn Kalvin Phillips tóku báðir þátt í æfingu West Ham í morgun en fjölmiðlamenn fengu að fylgjast með fyrstu fimmtán mínútum æfingarinnar.
Bowen er markahæsti leikmaður West Ham en hann hefur misst af síðustu tveimur leikjum liðsins vegna hnémeiðsla, þar af fyrri leiknum í Leverkusen.
Miðjumaðurinn Phillips, sem er á láni frá Manchester City, hefur misst af síðustu tveimur leikjum vegna meiðsla.
Þá er markvörðurinn Alphonse Areola einnig mættur aftur til æfinga en hann hefur misst af fjórum síðustu leikjum vegna nárameiðsla.
David Moyes vonast til þess að allir þrír verði leikfærir á morgun gegn Leverkusen, sem innsiglaði þýska meistaratitilinn um síðustu helgi.
Athugasemdir