Man Utd og Liverpool vilja Cherki - Arsenal skoðar Coman - Tottenham og Man Utd vilja markvörð Frankfurt - Chelsea reyndi við Van Dijk - Garnacho...
   fim 17. apríl 2025 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Frankfurt kaupir Kristensen frá Leeds
Mynd: EPA
Frankfurt hefur fest kaup á danska bakverðinum Rasmus Kristensen frá Leeds en kaupverðið er talið vera um 9 milljónir punda.

Hann er 27 ára og er á láni hjá þýska félaginu út tímabilið. Frankfurt mætir Tottenham í seinni leik liðanna í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld en staðan er 1-1 í einvíginu.

Danski varnarmaðurinn var á láni hjá Roma á síðustu leiktíð en hann hefur komið við sögu í 38 leikjum fyrir Frankfurt á þessari leiktíð.

Kristensen gekk til liðs við Leeds frá RB Salzburg árið 2022 en hann spilaði síðast fyrri Leeds í 4-1 tapi gegn Tottenham í maí 2023 en úrslitin urðu þess valdandi að liðið féll niður í Championship deildina.
Athugasemdir
banner