
ÍBV 3 - 0 Víkingur R.
1-0 Omar Sowe ('47 )
2-0 Alex Freyr Hilmarsson ('54 )
3-0 Omar Sowe ('68 )
Lestu um leikinn
1-0 Omar Sowe ('47 )
2-0 Alex Freyr Hilmarsson ('54 )
3-0 Omar Sowe ('68 )
Lestu um leikinn
ÍBV er komið áfram í 16-liða úrslit Mjólkurbikars karla eftir að hafa unnið óvæntan 3-0 sigur á Víkingum á Þórsvelli í Vestmannaeyjum í dag.
Víkingar höfðu spilað til úrslita í síðustu fimm skiptin og unnið fjóra titla, en á síðasta ári tókst KA að binda enda á magnaða sigurgöngu liðsins í keppninni.
Í dag voru það Eyjamenn sem köstuðu þeim úr leik með magnaðri frammistöðu. Víkingur var heilt yfir meira með boltann í fyrri hálfleiknum, en Eyjamenn sköpuðu sér betri færi.
Í þeim síðari settu heimamenn í fimmta gír og skoruðu þrjú mörk á tuttugu mínútna kafla.
Omar Sowe skoraði strax á 47. mínútu. Oliver Heiðarsson vann sig inn á vinstri og inn á teiginn áður en hann kom honum fyrir á Sowe sem stakk sér framhjá Karli Friðleifi Gunnarssyni og skoraði.
Víkingar svöruðu ágætlega og gátu jafnað metin er Atli Þór Jónasson vann skallann á markteig en náði ekki að stýra honum á markið.
Eyjamenn refsuðu um leið og aftur var það Oliver sem var arkitektinn. Hann kom boltanum frá hægri inn á teiginn á Alex Frey Hilmarsson. Hann átti skot í varnarmenn en fékk boltann aftur, sem gerði engin mistök og kom þannig Eyjamönnum í tveggja marka forystu.
Áfram héldu Víkingar að fara illa með færin sín. Helgi Guðjónsson mataði Atla Þór sem fór í annað sinn illa með dauðafæri og setti boltann framhjá markinu.
Sjö mínútum síðar gerði Sowe út um leikinn með öðru marki sínu. Víkingar skölluðu frá hornið og var það síðan Alex Freyr sem kom boltanum á fjær og á Sowe sem stangaði boltann í netið.
ÍBV gat meira að segja gert fjórða markið er Twana Khalid Ahmed, dómari leiksins, benti á vítapunktinn eftir að Víðir Þorvarðarson féll í teignum eftir viðskipti sín við Ingvar Jónsson. Ákvörðunin virtist röng og Ingvar á undan í boltann, en ekki að það skipti miklu á þessum tímapunkti.
Bjarki Björn Gunnarsson fór á punktinn en setti hann framhjá á meðan Ingvar skutlaði sér í vitlaust horn.
Lokatölur í Eyjum, 3-0, heimamönnum í vil sem skelltu óvænt Víkingum og eru nú komnir áfram í 16-liða úrslit.
ÍBV Hjörvar Daði Arnarsson (m), Alex Freyr Hilmarsson, Sigurður Arnar Magnússon, Mattias Edeland, Bjarki Björn Gunnarsson, Arnar Breki Gunnarsson, Oliver Heiðarsson, Arnór Ingi Kristinsson, Felix Örn Friðriksson, Þorlákur Breki Þ. Baxter, Omar Sowe
Varamenn Alexander Örn Friðriksson, Nökkvi Már Nökkvason, Viggó Valgeirsson, Víðir Þorvarðarson, Birgir Ómar Hlynsson, Hermann Þór Ragnarsson, Heiðmar Þór Magnússon, Jovan Mitrovic, Marcel Zapytowski (m)
Víkingur R. Ingvar Jónsson (m), Davíð Örn Atlason, Sveinn Gísli Þorkelsson, Helgi Guðjónsson, Daníel Hafsteinsson, Atli Þór Jónasson, Tarik Ibrahimagic, Karl Friðleifur Gunnarsson, Matthías Vilhjálmsson, Gylfi Þór Sigurðsson, Stígur Diljan Þórðarson
Varamenn Erlingur Agnarsson, Viktor Örlygur Andrason, Róbert Orri Þorkelsson, Þorri Ingólfsson, Nikolaj Andreas Hansen, Jóhann Kanfory Tjörvason, Ívar Björgvinsson, Þorri Heiðar Bergmann, Jochum Magnússon (m)
Athugasemdir