Seinni leikirnir í 8-liða úrslitum Sambandsdeildarinnar fara fram í kvöld.
Tveir leikir hefjast klukkan 16:45. Albert Guðmundsson og félagar í Fiorentina fá slóvenska liðið Celje í heimsókn. Fiorentina vann fyrri leikinn 2-1 en þá var Albert ónotaður varamaður.
Betis heimsækir Jagiellonia frá Póllandi en Betis er í góðum málum.
Chelsea er í enn betri málum gegn öðru pólsku liði, Legia, en Chelsea vann útileikinn 3-0. Þá mætast Rapid og Djurgarden þar sem Rapid er með 1-0 forystu.
Tveir leikir hefjast klukkan 16:45. Albert Guðmundsson og félagar í Fiorentina fá slóvenska liðið Celje í heimsókn. Fiorentina vann fyrri leikinn 2-1 en þá var Albert ónotaður varamaður.
Betis heimsækir Jagiellonia frá Póllandi en Betis er í góðum málum.
Chelsea er í enn betri málum gegn öðru pólsku liði, Legia, en Chelsea vann útileikinn 3-0. Þá mætast Rapid og Djurgarden þar sem Rapid er með 1-0 forystu.
Sambandsdeildin
16:45 Jagiellonia - Betis (0-2)
16:45 Fiorentina - Celje (2-1)
19:00 Chelsea - Legia (3-0)
19:00 Rapid - Djurgarden (1-0)
Athugasemdir