Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 17. maí 2021 22:24
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Svaraði gagnrýni á samning og sögum um Val - „Hefði aldrei gerst"
Kjartan Henry Finnbogason.
Kjartan Henry Finnbogason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kjartan Henry Finnbogason, sóknarmaður KR, sneri aftur í íslenska boltann í kvöld eftir sjö ára fjarveru þar sem hann hefur leikið í atvinnumennsku.

Kjartan kom inn á sem varamaður þegar KR tapaði 2-3 fyrir Val í Pepsi Max-deildinni.

Kjartan mætti í skemmtilegt viðtal eftir leik þar sem hann var spurður út í gagnrýni sem KR hefur fengið fyrir að gefa honum þriggja ára samning þegar hann verður 35 ára í sumar.

„Það skiptir engu máli hversu langur samningurinn er, þið vitið ekkert hvað stendur í þessum samning. Ég verð fyrsti maðurinn til að hætta þegar ég hef ekkert fram að færa. Ég er í góðu standi núna og það er það er það sem skiptir máli; ég tek eitt tímabil í einu og einn leik í einu," sagði Kjartan Henry.

Hann var svo spurður út í sögusagnir um Val. Hann var orðaður við erkifjendur KR í Val áður en hann kom heim í Vesturbæinn.

„Ég hefði aldrei farið í Val. Ég vil ekki einu sinni tala um það, það hefði aldrei gerst," sagði Kjartan en allt viðtalið má sjá hér að neðan.
Kjartan Henry: Fúlt að tapa, sérstalega á móti Val
Athugasemdir
banner
banner