De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
   mið 17. maí 2023 18:26
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Ég hreinlega veit ekki af hverju Ancelotti gerir þessa breytingu"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ein breyting er á byrjunarliði Real Madrid fyrir leikinn gegn Manchester City frá fyrri leiknum sem fór í Madríd fyrir átta dögum. Eder Militao kemur inn í liðið fyrir Antonio Rudiger.

Rudiger gerði mjög vel í fyrri leiknum í að verjast Erling Haaland, markamaskínu City liðsins. Þeir Rio Ferdinand og Joleon Lescott eru sérfræðingar á BT Sport í kringum leikinn og þeir ræddu ákvörðun stjórans Carlo Ancelotti að breyta til í hjarta varnarinnar.

„Ég hreinlega veit ekki af hverju Ancelotti gerir þessa breytingu. Eftir leikinn hugsaði ég hvort við hefðum séð einhvern varnarmann verjast Haaland betur? Carlo Ancelotti leitar til leikmanns sem hann þekkir, hann vann keppnina með Militao í fyrra og hann er búinn að vera lykilmaður í því jákvæða hjá Real síðasta árið. Mér finnst þetta risastór ákvörðun og ef þetta gengur ekki upp þá er ég viss um spænska pressan mun fjalla mikið um þessa ákvörðun; hvernig geturu tekið mann út sem verst þeirra aðalmanni svona vel?" sagði Rio Ferdinand.

Militao tók út leikbann í fyrri leiknum en hafði fyrir það byrjað alla leiki nema einn frá því að Real vann HM félagsliða í febrúar.

„Frá sjónarhorni City er ég ánægður að Militao er að spila. Mér finnst hann vera með sömu árásargirni og Rudiger en aðeins minni stjórn á tilfinningum sínum. Hann mun nýta sína styrkleika eins og Rudiger en Rudiger var einbeittur á að stöðva Haaland en Militao vill stundum verða maður leiksins og það getur haft áhrif á liðsfélagana," sagði Lescott.

Leikurinn hefst klukkan 19:00 og er staðan í einvíginu 1-1.
Athugasemdir
banner