Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 17. maí 2023 23:36
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Guardiola: Einn besti leikmaður sem ég hef séð í lífinu
Í kvöld losuðum við okkur við þann sársauka
Í kvöld losuðum við okkur við þann sársauka
Mynd: EPA
'Þá er Bernardo alltaf þarna'
'Þá er Bernardo alltaf þarna'
Mynd: Getty Images
„Á heimavelli líður okkur ótrúlega vel með okkar fólki," sagði Pep Guardiola, stjóri Manchester City, eftir sigur á Real Madrid í undanúrslitum Meistaradeildarinnar.

Sigurinn þýðir að City er nú taplaust í síðustu 26 leikjum sínum á heimavelli í Meistaradeildinni. Sigrarnir eru 24 og jafnteflin tvö. Bernardo Silva skoraði tvö mörk í leiknum, þriðja markið var sjálfsmark og Julian Alvarez skoraði fjórða markið í 4-0 sigri.

„Mér fannst við hafa verið með sársauka í eitt ár í maganum eftir það sem gerðist á síðasta tímabili. Í kvöld fór allur sá sársauki út, þetta var mjög sárt á síðasta tímabili (gegn Real Madrid í undanúrslitum Meistaradeildarinnar). Fólk segir að það skorti karakter hjá þessum leikmönnum, en á þessu eina ári hafa þeir sýnt hversu ótrúlega sérstakur hópur af leikmönnum þeir eru," sagði stoltur Pep.

„Þegar þú kemst í úrslitaleik Meistaradeildarinnar verðuru að fagna. Því miður fáum við ekki að gera það því á sunnudag getum við unnið úrvalsdeildina og það er það sem við ætlum að gera. Á morgun verðum við með fjölskyldum okkar og svo undirbúum við sunnudaginn."

„Þessir leikmenn eru framúrskarandi. Á þessum stigum, í þessum leikjum, þá er Bernardo alltaf þarna. Hann er einn af bestu leikmönnum sem ég hef séð í lífinu."

„Við þurftum ekki að koma til baka 3-1 undir eða neitt þannig, við þurftum bara að vera við sjálfir og vinna einn leik. Madrid er, guð minn góður hvað það er gott lið. Á síðasta tímabili var lukkan ekki nægileg til að vinna en frá fyrstu mínútu fannst mér allir vera klárir í kvöld. Menn voru léttir, voru að djóka og ekkert stress eða kvíði."

„Úrslitaleikur gegn ítölsku liði (Inter) er ekki besta gjöfin ef ég á að vera hreinskilinn. Þeir eru erfiðir. Þessi frammistaða og sigur mun fá mikið lof en við þurfum að undirbúa okkur andlega."

„Ég vil óska öllum hjá félaginu til hamingju með áfangann."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner