Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   fös 17. maí 2024 09:30
Elvar Geir Magnússon
Ronaldo launahæsti íþróttamaður heims
Ronaldo heldur toppsætinu.
Ronaldo heldur toppsætinu.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Cristiano Ronaldo er efstur á lista Forbes yfir launahæstu íþróttamenn heims. Þetta er í fjórða sinn á ferlinum sem Ronaldo trónir á toppi listans.

Ronaldo, sem spilar í Sádi-Arabíu fyrir Al-Nassr, var einnig á toppnum í fyrra. Lionel Messi fellur niður um eitt sæti og er í því þriðja og Kylian Mbappe er í sjötta sæti.

Neymar og Karim Benzema, sem eru í Sádi-Arabíu eins og Ronaldo, komast líka á topp tíu listann.

Tíu launahæstu:
1. Cristiano Ronaldo, fótbolti: $260m (£205m)
2. Jon Rahm, golf: $218m (£172m)
3. Lionel Messi, fótbolti: $135m (£107m)
4. LeBron James, körfubolti $128.2m (£101m)
5. Giannis Antetokounmpo, körfubolti: $111m (£88m)
6. Kylian Mbappe, fótbolti: $110m (£87m)
7. Neymar, fótbolti: $108m (£85m)
8. Karim Benzema, fótbolti: $106m (£84m)
9. Stephen Curry, körfubolti $102m (£80m)
10. Lamar Jackson, amerískur fótbolti: $100.5m (£79m)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner