Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 17. júní 2019 07:51
Ívan Guðjón Baldursson
Sky: Solskjær vill ekki selja Pogba
Mynd: Getty Images
Paul Pogba er búinn að segjast vera að leitast eftir nýrri áskorun og hefur verið orðaður sterklega við Real Madrid, þar sem hann myndi spila undir stjórn Zinedine Zidane.

Ole Gunnar Solskjær vill þó ólmur halda Pogba hjá Manchester United og ætlar ekki að leyfa honum að fara, samkvæmt heimildum Sky Sports.

Pogba hefur verið talinn til bestu miðjumanna heims í nokkur ár en honum hefur ekki tekist að halda neinum takti hjá Rauðu djöflunum.

Með franska landsliðinu hefur hann verið frábær og varð heimsmeistari í fyrra en sagan er önnur með Man Utd. Þar átti hann tvo góða mánuði þegar Solskjær tók fyrst við í desember síðastliðnum en tók svo að dala og missti taktinn.

Stuðningsmenn Man Utd skiptast í tvær fylkingar, sumir vilja halda Pogba á meðan aðrir vilja láta hann fara. Solskjær vill halda honum í Manchester, sama hversu hátt tilboð berst.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner