Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 17. júní 2021 10:00
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalir ekki fengið mark á sig tíu leiki í röð
Mynd: EPA
Það er óhætt að segja að gengi ítalska landsliðsins hefur verið frábært undir stjórn Roberto Mancini.

Liðið er að spila skemmtilegan fótbolta og hefur farið gríðarlega vel af stað á Evrópumótinu með 3-0 sigrum gegn Tyrklandi og Sviss.

Ítalir eru þar með búnir að vinna síðustu tíu leiki sína í röð, eða alla síðan þeir gerðu jafntefli við Holland í Þjóðadeildinni í október í fyrra, án þess að fá mark á sig.

Lærisveinar Mancini eru með markatöluna 31-0 úr síðustu tíu leikjum þar sem liðið bar meðal annars sigur úr býtum gegn Póllandi, Bosníu og Tékklandi.

Það er spurning hversu lengi þetta gengi getur haldið áfram en næsti leikur Ítala er úrslitaleikur við Wales um toppsæti B-riðils Evrópumótsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner