Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
   mán 17. júní 2024 13:49
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Akademía Asmir Begovic lukkaðist mjög vel - „Geggjað að sjá mikið af ungum og efnilegum markmönnum"
Planið að halda annað námskeið á næsta ári
Verðlaunað fyrir öfluga frammistöðu.
Verðlaunað fyrir öfluga frammistöðu.
Mynd: Toggipop
Mynd: Toggipop
Markvarðaakademía Asmir Begovic var með námskeið hér á Íslandi fyrir rúmri viku síðan. Asmir er fyrrum markvörður Stoke og Chelsea og sóttu rúmlega 70 ungir markverðir námskeiðið. Það komu meira að segja ungir markverðir frá Færeyjum og Noregi í Úlfarsárdalinn!

Niðurstaðan var mjög jákvæð, akademían gekk vel og er planið aðnámskeiðið verði aftur komi aftur haldið á Íslandi á næsta ári.

Rúnar Alex Rúnarsson, fyrrum aðalmarkvörður landsliðsins og markvörður FCK í Danmörku, var gestur á námskeiðinu og ræddi hann aðeins við Fótbolta.net.

„Það var mjög skemmtilegt að hjálpa til, gaman að sjá hvað það er mikill áhugi fyrir markvörslu. Það var alveg stappað og geggjað að sjá mikið af ungum og efnilegum markmönnum. Þetta var flott upp sett hjá Fram og öllum í teyminu hjá Begovic. Ég og Asmir Begovic vorum báðir í Championship á síðasta tímabili þannig við vissum aðeins um hvorn annan. Það var fínt að ræða aðeins við hann," sagði Rúnar Alex.

Úr færslu Fram á samfélagsmiðlum
Helgina 8. til 9. júní fór fram markmannsnámskeið í Úlfarsárdalnum á vegum Markmannsakademíu Asmir Begovic. Rúmlega 70 krakkar víðsvegar af landinu mættu í Úlfarsárdalinn auk markmanna sem komu alla leið frá Færeyjum og Noregi.

Veðrið í Dalnum tók vel á móti gestum og lék við markmennina sem bættu færni sína og þekkingu undir öruggri handleiðslu Asmir og þjálfarateymis hans. Ekki spillti það gleðinni þegar Rúnar Alex markmaður FC Kaupmannahafnar kom og kíkti á hópinn á laugardeginum.

Æfingarnar voru vandaðar, markvissar og krefjandi og fagmennskan í fyrirrúmi. Greinilegt var að það hvatti krakkana áfram sem lögðu sig öll fram og nýttu námskeiðið vel til að bæta sig.

Ekki var annað að sjá en markmenn framtíðarinnar færu sáttir heim að lokinni vel heppnaðri og lærdómsríkri helgi.

Athugasemdir
banner
banner