Sóknarmaðurinn Alfreð Finnbogason er sérstakur sérfræðingur RÚV í kringum leik Belgíu og Slóvakíu á EM. Í Stofunni fyrir leik spurði Hörður Magnússon hann hvort það hefðu verið mistök að yfirgefa danska félagið Lyngby á síðasta ári?
„Jú eftir á að hyggja, maður er alltaf gáfaður eftir á. Maður tekur alltaf ákvarðanir út frá staðreyndum sem maður veit. Svo gerist fótboltinn og lífið. Það var mjög erfitt að fara frá Lyngby, mér leið hrikalega vel þarna," svaraði Alfreð.
„Ef út í það er farið núna, þá já það hefði verið gáfulegra (að vera áfram hjá Lyngby)."
„Jú eftir á að hyggja, maður er alltaf gáfaður eftir á. Maður tekur alltaf ákvarðanir út frá staðreyndum sem maður veit. Svo gerist fótboltinn og lífið. Það var mjög erfitt að fara frá Lyngby, mér leið hrikalega vel þarna," svaraði Alfreð.
„Ef út í það er farið núna, þá já það hefði verið gáfulegra (að vera áfram hjá Lyngby)."
Alfreð, sem er 35 ára, gekk í raðir Eupen í Belgíu í fyrrasumar en liðinu gekk illa á liðnu tímabili og féll úr úrvalsdeildinni. Alfreð var mikið á bekknum og skoraði aðeins eitt mark í deildinni.
Athugasemdir