Zirkzee, Yoro og Branthwaite orðaðir við Man Utd - Arsenal mun framkvæma læknisfræðilegt mat á Neto
   mán 17. júní 2024 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Mbappé fær ekki að spila á Ólympíuleikunum
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Kylian Mbappé býst ekki við að taka þátt í Ólympíuleikunum í sumar sem verða haldnir í París.

Mbappé er nýlega búinn að skrifa undir samning við Real Madrid og vill spænska stórveldið ekki leyfa stórstjörnunni að taka þátt í sumar.

Real óttast að aukið leikjaálag í sumar geti haft neikvæð áhrif á eina af skærustu stjörnum heimsfótboltans. Mbappé er í landsliðshópi Frakka sem tekur þátt í Evrópumótinu en fótboltamót Ólympíuleikanna hefst 24. júlí, aðeins 10 dögum eftir úrslitaleik Evrópumótsins.

Frakkar mæta Bandaríkjunum í opnunarleik mótsins en hver þjóð má einungis hafa þrjá leikmenn sem eru komnir yfir 23 ára aldur í hóp hjá sér. Þessi regla gildir aðeins í karlaboltanum, þar sem kvennalandsliðin mæta með sín allra sterkustu lið.

„Hvað varðar Ólympíuleikana, þá er staða Real Madrid mjög skýr. Ég held að ég muni ekki taka þátt í leikunum," sagði Mbappé í gær.

Félagslið mega banna leikmönnum sínum að taka þátt í Ólympíuleikunum.

Thierry Henry þjálfar Ólympíulið Frakka og vonaðist til þess að geta nýtt sér Mbappé á mótinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner