Arsenal vill Williams og Merino - Sancho eftirsóttur - Trent vill vera áfram
   mán 17. júní 2024 07:20
Ívan Guðjón Baldursson
Pavlovic búinn að framlengja - Stanisic næstur
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Þýska stórveldið FC Bayern er búið að staðfesta nýjan samning við miðjumanninn varnarsinnaða Aleksandar Pavlovic.

Pavlovic er samningsbundinn Bayern til 2029 eftir undirskriftina en hann er 20 ára gamall og á 22 keppnisleiki að baki fyrir meistaraflokk Bayern.

Pavlovic stóð sig vel með Bayern á síðustu leiktíð og var valinn í þýska landsliðið fyrir EM á dögunum, þar sem Þjóðverjar spila mótið á heimavelli.

Varnarmaðurinn fjölhæfi Josip Stanisic er næstur að skrifa undir hjá Bayern. Hann er einnig að semja til 2029 en hann lék á láni með Bayer Leverkusen á síðustu leiktíð og varð Þýskalandsmeistari þar.

Stanisic er 24 ára gamall og á aðeins 41 leik að baki fyrir FC Bayern.


Athugasemdir
banner
banner
banner