Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
   mán 17. júní 2024 19:20
Ívan Guðjón Baldursson
Rebrov: Strákarnir eru miður sín
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Serhiy Rebrov, fyrrum leikmaður Tottenham og West Ham og núverandi landsliðsþjálfari Úkraínu, var svekktur eftir óvænt 3-0 tap gegn Rúmeníu í fyrstu umferð riðlakeppni Evrópumótsins.

Rúmenar tóku forystuna með glæsilegu marki í fyrri hálfleik eftir slæma hreinsun frá Andriy Lunin markverði, sem gerði svo önnur mistök til að hjálpa andstæðingunum að sigra leikinn þægilega.

„Því miður þá bjóst enginn við þessum úrslitum. Strákunum líður ömurlega, þeim líður eins og þeir hafi ekki gert nóg. Fyrir leikinn sagði ég við strákana að við erum fulltrúar fyrir stóra og sterka þjóð sem hefur verið í stríði fyrir sjálfstæði í meira en tvö ár," sagði Rebrov meðal annars að leikslokum.

„Við vorum ekki nægilega góðir og þess vegna eru leikmenn að biðja stuðningsmenn afsökunar. Við þurfum að sýna okkar rétta andlit í næstu leikjum. Strákarnir eru miður sín, það er mikið af tilfinningum í klefanum. Þetta er erfitt tap. Þeir báðu mig um að fara úr klefanum eftir tapið svo þeir gætu rætt málin sín á milli.

„Við sýndum ekki hvað við getum í dag."


Slóvakía og Belgía eru einnig með í æsispennandi riðli sem hefur boðið upp á afar óvænt úrslit, en Slóvakía hafði betur gegn Belgíu í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner