Liverpool snýr sér að Barcola - Guehi of dýr fyrir Barcelona
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
banner
   sun 17. júlí 2022 18:56
Elvar Geir Magnússon
Rotherham
Einar Örn: Öllum sama þó ég sé löðrandi sveittur
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Einar Örn Jónsson hefur lýst leikjum Evrópumótsins með mikilli prýði og er mættur til Rotherham þar sem stelpurnar okkar leika gegn Frakklandi í lokaumferð riðilsins á morgun.

Einar spjallaði við Fótbolta.net á meðan lokaæfing Íslands fór fram á New York leikvangnum.

„Þetta er einn af mörgum völlum sem maður hefur komið á og myndi segja að henti vel sem þjóðarleikvangur á Íslandi," segir Einar um New York leikvanginn.

Hvernig er tilfinningin fyrir leiknum á morgun?

„Ég er pínu smeykur en maður er það nánast alltaf. Maður var að vona að Frakkar myndu hvíla eitthvað en ég held að svo verði ekki. Það verða einhverjar 2-3 breytingar, ekki mikið meira en það."

Mikið er talað um hitabylgjuna og áhrif á leikmennina, en hefur hitinn áhrif á lýsandann?

„Það er hætt við því já. Það verða 37 gráður þegar leikurinn byrjar. Eins og sést kannski á litarhaftinu á mér þá er ég ekki mikið sólardýr. Það er bara að drekka nóg af vatni, það er öllum sama þó ég sé löðrandi sveittur. Það sér það enginn heldur."

Sjáðu viðtalið í sjónvarpinu hér að ofan en þar ræðir Einar meðal annars um möguleikana og fleira.
Athugasemdir
banner
banner