Man Utd hefur mikinn áhuga á Kvaratskhelia - Man Utd fylgdist með þremur leikmönnum Sporting - Arsenal fylgist með Retegui
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
   sun 17. júlí 2022 18:56
Elvar Geir Magnússon
Rotherham
Einar Örn: Öllum sama þó ég sé löðrandi sveittur
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Einar Örn Jónsson hefur lýst leikjum Evrópumótsins með mikilli prýði og er mættur til Rotherham þar sem stelpurnar okkar leika gegn Frakklandi í lokaumferð riðilsins á morgun.

Einar spjallaði við Fótbolta.net á meðan lokaæfing Íslands fór fram á New York leikvangnum.

„Þetta er einn af mörgum völlum sem maður hefur komið á og myndi segja að henti vel sem þjóðarleikvangur á Íslandi," segir Einar um New York leikvanginn.

Hvernig er tilfinningin fyrir leiknum á morgun?

„Ég er pínu smeykur en maður er það nánast alltaf. Maður var að vona að Frakkar myndu hvíla eitthvað en ég held að svo verði ekki. Það verða einhverjar 2-3 breytingar, ekki mikið meira en það."

Mikið er talað um hitabylgjuna og áhrif á leikmennina, en hefur hitinn áhrif á lýsandann?

„Það er hætt við því já. Það verða 37 gráður þegar leikurinn byrjar. Eins og sést kannski á litarhaftinu á mér þá er ég ekki mikið sólardýr. Það er bara að drekka nóg af vatni, það er öllum sama þó ég sé löðrandi sveittur. Það sér það enginn heldur."

Sjáðu viðtalið í sjónvarpinu hér að ofan en þar ræðir Einar meðal annars um möguleikana og fleira.
Athugasemdir
banner
banner