Einar Örn Jónsson hefur lýst leikjum Evrópumótsins með mikilli prýði og er mættur til Rotherham þar sem stelpurnar okkar leika gegn Frakklandi í lokaumferð riðilsins á morgun.
Einar spjallaði við Fótbolta.net á meðan lokaæfing Íslands fór fram á New York leikvangnum.
Einar spjallaði við Fótbolta.net á meðan lokaæfing Íslands fór fram á New York leikvangnum.
„Þetta er einn af mörgum völlum sem maður hefur komið á og myndi segja að henti vel sem þjóðarleikvangur á Íslandi," segir Einar um New York leikvanginn.
Hvernig er tilfinningin fyrir leiknum á morgun?
„Ég er pínu smeykur en maður er það nánast alltaf. Maður var að vona að Frakkar myndu hvíla eitthvað en ég held að svo verði ekki. Það verða einhverjar 2-3 breytingar, ekki mikið meira en það."
Mikið er talað um hitabylgjuna og áhrif á leikmennina, en hefur hitinn áhrif á lýsandann?
„Það er hætt við því já. Það verða 37 gráður þegar leikurinn byrjar. Eins og sést kannski á litarhaftinu á mér þá er ég ekki mikið sólardýr. Það er bara að drekka nóg af vatni, það er öllum sama þó ég sé löðrandi sveittur. Það sér það enginn heldur."
Sjáðu viðtalið í sjónvarpinu hér að ofan en þar ræðir Einar meðal annars um möguleikana og fleira.
Athugasemdir