Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 17. júlí 2022 13:27
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ferdinand spenntur fyrir komu Martínez til United
Mynd: EPA

Lisandro Martínez er genginn til liðs við Manchester United frá Ajax en þetta fullyrðir Fabrizio Romano á Twitter.


Hann segir að Martínez sé búinn að skrifa undir fimm ára samning við United en félagið mun staðfesta þetta vætanlega síðar í dag.

Rio Ferdinand fyrrum varnarmaður Manchester United er spenntur fyrir því að fá Martínez til félagsins. Hann telur að leikmaðurinn geti spilað í vörninni og á miðjunni.

„Þetta verður blanda, honum líður vel í báðum stöðum. Ég held að hann gæti spilað á miðju auðveldlega. Þeir munu velja leikina og skipta þessu eftir því sem hentar," sagði Ferdinand.

„Ef það hentar að spila honum á miðjunni til að hafa auka kraft og seiglu fyrir framan vörnina þá tel ég að það verði nýtt. Svo gegn minni liðunum þar sem við erum mikið með boltann gæti hann færst aftar eða jafnvel ekki byrjað."

Erik ten Hag stjóri United fékk Martínez til sín til Ajax árið 2019 og eru þeir nú að sameinast á ný.



Athugasemdir
banner
banner
banner