Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
banner
   mið 17. júlí 2024 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ekkert breyst hjá Klopp
Jurgen Klopp.
Jurgen Klopp.
Mynd: EPA
Jurgen Klopp er einn af þeim sem hefur verið orðaður við landsliðsþjálfarastarfið hjá Englandi eftir að Gareth Southgate hætti sem þjálfari liðsins.

Klopp hætti sem stjóri Liverpool í maí síðastliðnum eftir að hafa náð mjög svo góðum árangri þar yfir níu ára skeið.

Klopp er draumakostur í augum margra Englendinga en hann er ekki að fara að taka við liðinu núna.

Þjóðverjinn ætlar sér að taka frí núna í að minnsta kosti eitt ár áður en hann snýr aftur og Daily Telegraph segir að það hafi ekkert breyst þó enska landsliðsþjálfarastarfið sé laust.

Eddie Howe, Graham Potter og Lee Carsley eru líklegustu kostirnir í starfið samkvæmt veðbönkum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner