Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   mið 17. júlí 2024 17:00
Elvar Geir Magnússon
Gæti Felix farið til Aston Villa?
Felix í landsliðsverkefni með Portúgal.
Felix í landsliðsverkefni með Portúgal.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Spænskir fjölmiðlar segja að enska úrvalsdeildarfélagið Aston Villa hafi trú á því að það geti krækt í Joao Felix frá Atletico Madrid. Unai Emery stjóri Villa vill fá hann í sinn leikmannahóp.

Felix, sem var á láni hjá Barcelona á síðasta tímabili, hefur engan áhuga á að snúa aftur til æfinga hjá Atletico og félagið er ekki með hann í plönum sínum.

Atletico vill selja portúgalska landsliðsmanninn en ólíklegt er að eitthvað félag gangi að verðmiðanum. Því gæti hann farið aftur á láni.

Mögulegt er að Felix fari aftur til Barcelona en þessi 24 ára leikmaður er ekki sagður forgangsmál hjá félaginu eins og staðan er.

Felix hefur spilað 41 landsleik fyrir Portúgal og skorað átta mörk. Hann þekkir enska boltann eftir að hafa leikið með Chelsea á láni 2023. Þar skoraði hann fjögur mörk i sextán leikjum.
Athugasemdir
banner