Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
   mið 17. júlí 2024 11:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Orri Steinn um áhugann á sér: Ég spila bara PlayStation
Orri Steinn Óskarsson.
Orri Steinn Óskarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóknarmaðurinn Orri Steinn Óskarsson er mikið til umræðu þessa dagana en það er mikill áhugi á honum og eru félög út í heimi tilbúin að borga mikið fyrir hann.

Girona á Spáni og Bologna á Ítalíu, félög sem eru bæði á leið í Meistaradeildina, hafa sýnt Orra áhuga en FCK hefur hingað til hafnað öllum tilboðum.

Orri, sem er 19 ára gamall íslenskur landsliðsmaður, er sjálfur ekki að velta sér mikið upp úr þessu.

„Þegar ég kem heim á kvöldin, þá leik ég mér í PlayStation. Ég er ekki að hugsa mikið um þessar fréttir," segir Orri við danska fjölmiðla. Hann segist eiga þann draum að spila í stærri deild en er ekki mikið að spá í því núna hvenær það gerist.

Ætlar sér að vera markahæstur í deildinni
Orri hefur verið hjá FCK frá því hann var 15 ára gamall og þar hefur hann þróast í einn besta sóknarmann dönsku deildarinnar. Hann endaði síðasta tímabil frábærlega og er með miklar kröfur á sig fyrir næstu leiktíð.

„Ég vil vera markahæsti leikmaður dönsku úrvalsdeildarinnar. Hvort sem ég skora 15 eða 20 mörk, þá er það markmiðið. Það mikilvægasta er auðvitað að liðið verði meistari, en ég er ekki hræddur við að segja að ég ætla mér að verða markahæstur."

Orri er ekki sá eini sem hefur trú á sjálfum sér því fótboltaáhugamenn í Danmörku gera það líka. Orri er vinsælasti leikmaðurinn í Fantasy-leiknum í Danmörku en 49,7 prósent spilara hafa valið hann í sitt lið fyrir komandi tímabil.
Athugasemdir
banner
banner
banner