Thiago Alcantara er byrjaður að læra að vera þjálfari eftir að hann lagði skóna á hilluna nýverið.
Hann hefur fengið stöðu fyrir sumarið í þjálfarateymi Hansi Flick hjá Barcelona. Fyrst um sinn verður hann í teyminu í sumar og mun ferðast með liðinu í æfingaferð.
Hann hefur fengið stöðu fyrir sumarið í þjálfarateymi Hansi Flick hjá Barcelona. Fyrst um sinn verður hann í teyminu í sumar og mun ferðast með liðinu í æfingaferð.
Óvíst er þó með framhaldið en þarna fær hann tækifæri til að læra að vera þjálfari.
Hinn 33 ára gamli Thiago yfirgaf Liverpool fyrr í sumar eftir að samningur hans rann þar út. Hann ákvað í kjölfarið að hætta í fótbolta en hann hefur mikið glímt við meiðsli á ferli sínum.
Thiago þekkir vel til hjá Barcelona eftir að hafa alist þar upp en hann þekkir Flick, nýráðinn þjálfara liðsins, einnig eftir að hafa spilað fyrir hann hjá Bayern München 2019/20.
Athugasemdir