Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
banner
   fim 17. ágúst 2017 21:07
Arnar Helgi Magnússon
Kristó um Eyjó: Rétt að vona að hann verði í liði umferðarinnar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristófer Sigurgeirsson þjálfari Leiknis R. var sáttur eftir leik sinna manna gegn Selfyssingum í Inkassodeildinni í kvöld. Leiknir var lengi vel 1-0 yfir en í uppbótartíma náðu þeir að setja mark númer tvö og gera út um leikinn.

Lestu um leikinn: Selfoss 0 -  2 Leiknir R.

Eyjólfur Tómasson markmaður Leiknis átti stórleik í kvöld og mega samherjar hans þakka honum fyrir að þeir fari með stigin 3 í Breiðholtið.

„Eyjó í markinu var bara stórkostlegur. Hann á svona 6-7 alvöru vörslur í þessum leik og ég ætla rétt að vona að hann verði í liði vikunnar, það hlýtur að vera."

Guðmundur Ársæll dómari var áberandi í leiknum og vildu Selfyssingar meina að hann hafi ekki átt góðan dag með flautuna. Kristó gat ekki tekið undir það.

„Ég var ekki alveg að kaupa það að það væri eitthvað vesen. Allt frá fyrstu mínútu var allt orðið rosalega tens. Bara eitthvað smá brot voru öskur og læti, ég held að hann hafi bara átt fínasta leik."

Heilt yfir var Kristófer sáttur með leik sinna manna í dag.

„Já, það var margt gott í þessu í dag. Auðvitað er alltaf eitthvað sem að má laga en sigurinn er alveg frábær."

Viðtalið við Kristófer má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner