
"Þetta var ótrúlega svekkjandi, þetta var svona stöngin út dagur hjá okkur", sagði Telma Hjaltalín Þrastardóttir eftir 2-1 tap gegn Breiðablik í úrslitaleik Mjólkurbikars kvenna nú í kvöld.
"Við náðum ekki að samstilla okkur í þessum leik, þetta var soldið út og suður hjá okkur" sagði Telma aðspurð hvað fór úrskeiðis.
"Ég hef ekki spilað almennilega í 2 ár svo ég ákvað að gefa bara allt í þetta".
"Núna ætlum við bara að taka einn leik í einu í deildinni og sjá hvernig þetta fer", sagði Telma að lokum.
"Við náðum ekki að samstilla okkur í þessum leik, þetta var soldið út og suður hjá okkur" sagði Telma aðspurð hvað fór úrskeiðis.
"Ég hef ekki spilað almennilega í 2 ár svo ég ákvað að gefa bara allt í þetta".
"Núna ætlum við bara að taka einn leik í einu í deildinni og sjá hvernig þetta fer", sagði Telma að lokum.
Athugasemdir