Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 17. ágúst 2022 15:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Líklegt að Auður og Íris verði áfram í hópnum
Icelandair
Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving.
Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðshópur kvenna fyrir síðustu leikina í undankeppni HM verður tilkynntur á föstudag.

Það sem verður einna áhugaverðast að sjá er það hvaða markverðir í hópnum hjá Þorsteini Halldórssyni, landsliðsþjálfara.

Bæði Cecilía Rán Rúnarsdóttir og Telma Ívarsdóttir urðu fyrir meiðslum á Evrópumótinu og þurfti að kalla Auði Sveinbjörnsdóttur Scheving og Írisi Dögg Gunnarsdóttur inn í hópinn þá.

Cecilía er að koma til baka eftir meiðslin sem hún varð fyrir og er óljóst hvort hún verði tilbúin fyrir verkefnið sem er framundan, og þá hefur Telma ekkert spilað með Breiðabliki að undanförnu.

Ef það verður þannig þá má gera ráð fyrir því að Auður og Íris verði áfram í hópnum, og verði Söndru Sigurðardóttur - sem var frábær á EM - til halds og traust.

Auður og Íris voru báðar í eldlínunni í gærkvöld þegar ÍBV og Þróttur áttust við í Bestu deild kvenna. Íris og stöllur hennar í Þrótti höfðu betur, 5-1. Þess má geta að Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, var á þeim leik.
Athugasemdir
banner
banner