Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 17. ágúst 2022 10:06
Elvar Geir Magnússon
Newcastle hefur áhuga á fjórum leikmönnum Chelsea
Powerade
Callum Hudson-Odoi spyrnir í boltann.
Callum Hudson-Odoi spyrnir í boltann.
Mynd: EPA
Conor Gallagher.
Conor Gallagher.
Mynd: EPA
Nicolas Pepe.
Nicolas Pepe.
Mynd: Getty Images
Ander Herrera.
Ander Herrera.
Mynd: Getty Images
Skemmtilegur slúðurpakki í dag. Ronaldo, Griezmann, Morata, Fofana, Alli, Kehrer, Depay og Hudson-Odoi eru meðal manna sem við sögu koma.

Chelsea hefur enn ekki náð samkomulagi við Leicester um kaupverð á Wesley Fofana (21) og vill ekki ganga að 85 milljóna punda verðmiða á franska miðverðinum. Sjálfur hefur Fofana gert samkomulag um kaup og kjör. (Fabrizio Romano)

Enski vængmaðurinn Callum Hudson-Odoi (21) hefur tjáð Chelsea að hann vilji yfirgefa félagið. (Football Insider)

Chelsea er tilbúið að hleypa Hudson-Odoi í burtu en bara á láni. Newcastle er meðal félaga sem hafa áhuga á honum. (Evening Standard)

Newcastle hefur áhuga á kaupum á nokkrum leikmönnum Chelsea; Hudson-Odoi, Conor Gallagher (22) og Cristian Pulisic (23). Þá hefur félagið einnig sýnt Armando Broja (20) áhuga en gæti þó bara fengið hann á lánssamningi. (Telegraph)

Atletico Madrid er tilbúið að láta Antoine Griezmann (31) eða Alvaro Morata (29) til Manchester United í skiptum fyrir Cristiano Ronaldo (37). (Times)

Diego Simeone, stjóri Atletico Madrid, segir að hann vilji halda Morata eftir að hann skoraði tvö mörk í fyrstu umferð La Liga. (Mirror)

Og Morata segist ánægður hjá Atletico Madrid og vilji halda áfram þar. Það vekur upp efasemdir um vilja hans til að ganga í raðir Manchester United. (Mirror)

Brasilíski miðjumaðurinn Casemiro (30) hjá Real Madrid er einnig á óskalista Manchester United. (Marca)

Casemiro hefur ekki áhuga á að fara til Manchester United og Real Madrid hefur ekki fengið neitt tilboð í hann. (Lucas Navarrete)

Barcelona hefur ekki áhuga á portúgalska bakverðinum Diogo Dalot (23) hjá Manchester United sem hluta af tilboði enska félagsins í Frenkie de Jong (25). (Mundo Deportivo)

Tyrkneska félagið Besiktas vill fá Dele Alli (26) frá Everton. Enska félagið setur ákvörðunina í hendur leikmannsins. (Fabrizio Romano)

Framherjinn Liam Delap (19) er á leið til Stoke á láni frá Manchester City. Faðir hans, Rory Delap, lék fyrir Stoke. (BBC)

Nice hefur lagt fram fyrsta tilboð í sóknarmanninn Ben Brereton Diaz (23) hjá Blackburn. Tilboðið hljóðar uppá 8,4 milljónir punda. (The Athletic)

Nice vill einnig fá Fílabeinsstrendinginn Nicolas Pepe (27) lánaðan frá Arsenal og vonast enn til að fá úrúgvæska sóknarmanninn Edinson Cavani (35) á frjálsri sölu eftir að hann yfirgaf Manchester United. (L'Equipe)

West Ham vonast til að ganga frá kaupum á þýska varnarmanninum Thilo Kehrer (25) frá Paris St-Germain áður en liðið mætir Viborg í umspili fyrir Sambandsdeildina á morgun. (Sky Sports)

Sevilla, sem hefur verið að berjast við West Ham um Kehrer, hefur komist að samkomulagi við Bayern München um kaupverðið á franska miðverðinum Tanguy Nianzou (20). (Fabrizio Romano)

Franski miðjumaðurinn Tanguy Ndombele (23) hjá Tottenham mun ekki fara til Napoli. (Corriere Dello Sport)

Ander Herrera (32) er að ganga frá endurkomu sinni til Athletic Bilbao. Herrera, sem er fyrrum leikmaður PSG og Manchester United, er án félags. (L'Equipe)

Lögmenn Memphis Depay (28) hafa fundað með Barcelona til að ræða félagaskipti hans til Juventus sem líklega verða kláruð á næstu dögum. (Sport)

Marseille mun tilkynna um kaup á franska miðjumanninum Saya Seha (17) frá Troyes. Manchester United sýndi honum áhuga. (L'Equipe)
Athugasemdir
banner
banner