Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 17. ágúst 2022 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Skilur ekki hvers vegna Chelsea kaupir ekki Ronaldo
Mynd: EPA

Paul Merson, fyrrum landsliðsmaður Englands og langstarfandi fótboltasérfræðingur hjá Sky Sports, skilur ekki hvers vegna Chelsea sé ekki að ganga frá kaupum á Cristiano Ronaldo frá Manchester United.


Ronaldo er sagður vilja yfirgefa Man Utd til að spila í Meistaradeildinni og hafa Rauðu djöflarnir ekki farið vel af stað í ensku úrvalsdeildinni. Það hafa sprottið upp ýmsar sögur varðandi framtíð Ronaldo hjá félaginu og hefur hann meðal annars verið orðaður við Chelsea.

„Chelsea vantar sóknarmann. Þetta er lið með tvo af bestu vængbakvörðum fótboltaheimsins og jafnvel þrjá af bestu eftir komu Cucurella. Þeir spila gríðarlega hátt uppi á vellinum, þetta er ekki líkt því að spila fyrir Manchester United," segir Merson.

„Hjá Chelsea þyrfti Ronaldo ekki að hlaupa neitt til að koma sér í færi. Vængbakverðirnir væru dælandi boltum á hann og við erum að tala um einn af helstu markaskorurum fótboltasögunnar. Þú skorar ekki 7-800 mörk á ferlinum ef þú kannt ekki að klára færi. Að mínu mati þá tikkar Ronaldo í öll böxin."

Pierre-Emerick Aubameyang er sagður vera í forgangi hjá Thomas Tuchel en Barcelona vill fá 23 milljónir punda fyrir hann. Xavi, þjálfari Barca, hefur beðið stjórnina um að selja ekki sóknarmanninn.


Athugasemdir
banner
banner
banner