Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   þri 17. september 2019 18:19
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið kvöldsins: Lampard kýs að nota þrjá miðverði
Messi á bekknum
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Fyrsta umferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar er farin af stað. Það eru þrír stórleikir á dagskrá í kvöld og er hægt að sjá byrjunarliðin úr tveimur þeirra hér fyrir neðan. Byrjunarlið Liverpool má nálgast hér.

Chelsea tekur á móti Valencia og hefur Frank Lampard ákveðið að halda áfram að nota uppstillinguna sem skilaði góðum sigri gegn Wolves um helgina. Chelsea mætir til leiks með þrjá miðverði og gerir stjórinn aðeins eina breytingu frá helginni. Kurt Zouma kemur inn fyrir Antonio Rüdiger sem meiddist.

Tammy Abraham, Mason Mount og Willian eru í sóknarlínunni og þá sjá Mateo Kovacic og Jorginho um miðsvæðið, með hjálp frá miðvörðum og bakvörðum.

Í liði Valencia má finna tvo fyrrum leikmenn Arsenal, þá Gabriel Paulista og Francis Coquelin.

Chelsea: Kepa, Azpilicueta, Zouma, Christensen, Tomori, Alonso, Kovacic, Jorginho, Willian, Mount, Abraham.
Varamenn: Caballero, Guehi, Barkley, Pulisic, Pedro, Giroud, Batshuayi

Valencia: Cillessen, Wass, Gabriel, Garay, Gaya, Kondogbia, Coquelin, Parejo, Cheryshev, Gameiro, Rodrigo Moreno



Þá á Borussia Dortmund heimaleik gegn stórliði Barcelona. Jadon Sancho hefur verið feykilega öflugur og er á sínum stað í byrjunarliðinu, við hlið Marco Reus og Thorgan Hazard.

Þeir leika fyrir aftan Paco Alcacer, sem var einmitt keyptur frá Barcelona fyrr í sumar. Hann mætir því sínum fyrrum liðsfélögum.

Lionel Messi er á bekknum hjá Barca þar sem hann er enn að ná sér eftir meiðsli. Ansu Fati byrjar inná í hans stað og er mikil spenna í kringum ungstirnið frá Gíneu sem er kominn með tvö mörk í þremur deildarleikjum í fjarveru Messi.

Hann byrjar ásamt Luis Suarez og Antoine Griezmann í gífurlega öflugri sóknarlínu.

Dortmund: Bürki, Hakimi, Akanji, Hummels, Guerreiro, Witsel, Delaney, Sancho, Reus, Hazard, Alcacer.
Varamenn: Hupe, Zagadou, Weigl, Brandt, B.Larsen, Dahoud, Götze

Barcelona: Ter Stegen, Semedo, Pique, Lenglet, Alba, Busquets, Arthur, de Jong, Ansu Fati, Suarez, Griezmann.
Varamenn: Neto, Rakitic, Todibo, Messi, Roberto, Vidal, Perez
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner