þri 17. september 2019 12:05
Elvar Geir Magnússon
„Tel að það sé 100% að Óli verði ekki áfram"
Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals.
Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ef að Óli Jó yrði áfram þá væri búið að semja og tilkynna það. Hann vill sjálfur vera áfram og ég vil sjá hann áfram. Ég held að það sé 100% að fyrst að ekki sé búið að semja þá verði hann ekki þarna áfram. Það er líka augljóst að þeir eru að líta í kringum sig og það er ákveðin vanvirðing við störf Óla Jó að mínu mati," segir Gunnar Birgisson í Innkastinu.

Smelltu hér til að hlusta á Innkastið

Samningur Ólafs Jóhannessonar, þjálfara Vals, rennur út eftir tímabilið og ekkert hefur heyrst frá Valsmönnum hvað verður gert í þjálfaramálum. Sögusagnir hafa verið í gangi um að Heimir Guðjónsson sé búinn að gera samkomulag við Val en ýmsar fleiri sögur fljúga um.

„Óli er ekkert hættur að þjálfa, ég get lofað ykkur því," segir Elvar Geir í Innkastinu.

„Ég hugsa að hann langi til að fara í Blika. Ef ég væri þjálfari í þessari rúllettu þá myndi ég frekar vilja fara í Breiðablik en Val," segir Gunnar.

„Ég held að Breiðablik myndi vilja fá "win now" Óla Jó. Hann spilar skemmtilegan fótbolta, nokkuð beinskeyttan. Hann vinnur titla," segir Tómas Þór.

Það eru margar sögur í gangi varðandi þjálfarakapalinn umtalaða. Gunnar bætti einni við í þættinum:

„Nú er ljóst að Breiðablik verður ekki Íslandsmeistari en silfur annað árið í röð. Ég heyrði það síðast í dag að Gústi Gylfa væri orðaður við Hlíðarenda. Þetta undirstrikar hvað maður er að heyra mikið af kjaftasögum núna," segir Gunnar.


Innkastið - Meistaraþáttur og þjálfaraslúður
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner