Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 17. september 2020 20:37
Aksentije Milisic
Undankeppni EM kvenna: Ísland valtaði yfir Lettland
Icelandair
Stelpurnar fagna í kvöld.
Stelpurnar fagna í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland 9 - 0 Lettland
1-0 Elín Metta Jensen ('1 )
2-0 Sveindís Jane Jónsdóttir ('7 )
3-0 Dagný Brynjarsdóttir ('19 )
4-0 Dagný Brynjarsdóttir ('22 )
5-0 Sveindís Jane Jónsdóttir ('32 )
6-0 Dagný Brynjarsdóttir ('40 )
7-0 Anna Krumina ('71 , sjálfsmark)
8-0 Alexandra Jóhannsdóttir ('87 )
9-0 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir ('92 )

Ísland og Lettland áttust við á Laugardalsvelli í kvöld en leikið var í riðli F í Undankeppni EM 2021.

Ísland vann Lettland 0-6 ytra og varð sigurinn stærri í kvöld. Stelpurnar rúlluðu yfir leikinn og urðu lokatölurnar 9-0.

Elín Metta Jensen kom Íslandi yfir strax á fyrstu mínútu og í kjölfarið sáu Sveindís Jane Jónsdóttir og Dagný Brynjarsdóttir um næstu fimm mörk liðsins sem öll komu í fyrri hálfeik. Dagný skoraði því þrennu í fyrri hálfleiknum.

Anna Krumina gerði sjálfsmark fyrir gestina á 71. mínútu og það var síðan Alexandra Jóhannesdóttir skoraði áttunda markið áður en Karólína Lea Vilhjálmsdóttir gerði loka mark leiksins.

Í hinum leik riðilsins slátraði Svíþjóð Ungverjalandi 8-0. Ísland er í öðru sæti riðilsins, með jafn mörg stig og Svíþjóð eftir fjórar umferðir. Bæði þessi lið eru að stinga af í riðlinum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner