Bruno íhugar sína stöðu á Old Trafford - Kane ræðir við Bayern um framlengingu - Beto á blaði Juve
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
   lau 17. september 2022 17:29
Kári Snorrason
Bjarki Aðalsteins: Alveg sama hvernig þessi mörk koma
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Leiknir R. mætti ÍA á Norðurálsvellinum fyrr í dag, leikar enduðu 2-1 fyrir Breiðhyltingum þó að Skagamenn skoruðu öll mörkin. Þeir Tobias Stagaard og Viktor Jónsson urðu báðir fyrir því óláni að setja boltann í sitt eigið net. Fyrirliði Leiknis Bjarki Aðalsteinsson mætti kátur í viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: ÍA 1 -  2 Leiknir R.

„Mér fannst þetta vera hörkuleikur, mér fannst við betri stóran hluta leiks en fáum mark á okkur í fyrri hálfleik sem sló okkur aðeins út af laginu. Mér fannst við samt stíga upp, ég er ánægður með karakterinn í seinni að skora þessi 2 mörk."

Bæði mörk Leiknis voru sjálfsmörk frá leikmönnum ÍA, gerir það ekki sigurinn enn sætari?

„Jú alveg sama hvernig þessi mörk koma, fínt að þetta fór inn.

Leiknir eru komnir úr fallsæti, hvernig er tilfinningin?

„Bara flott við höldum áfram að safna í pokann og vera úr fallsæti þegar tímabilið er búið."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner