Guehi til Liverpool - Salah kennt um erfiðleika Wirtz - Tottenham vill markmann - Tchouameni til Man Utd og Toney til Englands
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
   lau 17. september 2022 17:29
Kári Snorrason
Bjarki Aðalsteins: Alveg sama hvernig þessi mörk koma
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Leiknir R. mætti ÍA á Norðurálsvellinum fyrr í dag, leikar enduðu 2-1 fyrir Breiðhyltingum þó að Skagamenn skoruðu öll mörkin. Þeir Tobias Stagaard og Viktor Jónsson urðu báðir fyrir því óláni að setja boltann í sitt eigið net. Fyrirliði Leiknis Bjarki Aðalsteinsson mætti kátur í viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: ÍA 1 -  2 Leiknir R.

„Mér fannst þetta vera hörkuleikur, mér fannst við betri stóran hluta leiks en fáum mark á okkur í fyrri hálfleik sem sló okkur aðeins út af laginu. Mér fannst við samt stíga upp, ég er ánægður með karakterinn í seinni að skora þessi 2 mörk."

Bæði mörk Leiknis voru sjálfsmörk frá leikmönnum ÍA, gerir það ekki sigurinn enn sætari?

„Jú alveg sama hvernig þessi mörk koma, fínt að þetta fór inn.

Leiknir eru komnir úr fallsæti, hvernig er tilfinningin?

„Bara flott við höldum áfram að safna í pokann og vera úr fallsæti þegar tímabilið er búið."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner