Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   lau 17. september 2022 17:45
Daníel Smári Magnússon
Olgeir: Tímabilið búið að vera frábært
,,Allt mögulegt fyrir þessa drengi''
Lengjudeildin
Olgeir var sáttur með margt í leik sinna manna í dag.
Olgeir var sáttur með margt í leik sinna manna í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Þetta var bara nokkuð jafn í fyrri hálfleik fannst mér. Létum boltann ganga og gekk frekar hægt. Vorum að venjast vellinum aðeins, en vorum að reyna hluti sem að ég bað þá um að gera og það sem við höfum verið að gera í allt sumar. Fáum á okkur mark og hefðum átt að koma í veg fyrir það. Annars fannst mér strákarnir standa sig vel og þeir bættu bara í í seinni hálfleik, lögðu allt í þetta - en töpuðum 2-1, það gerist,'' sagði Olgeir Sigurgeirsson, aðstoðarþjálfari Lengjudeildarmeistara Fylkis, eftir 2-1 tap gegn Þór í dag. 


Lestu um leikinn: Þór 2 -  1 Fylkir

Fylkismenn sóttu hart að Þórsurum í leit að sigurmarkinu og pendúllinn virtist sveiflast ansi þungt með Fylki og undirrituðum fannst mark liggja í loftinu Fylkismegin. En þeir fengu mark í andlitið í staðinn.

„Já, sammála því. Mér fannst það bara tímaspursmál hvort að við myndum skora eða ekki. En eins og ég segi, þetta er fótbolti og þetta getur gerst. En við gáfum allt í þetta og strákarnir reyndu. Þeir eiga hrós skilið fyrir þennan leik, en voru óheppnir.''

Þrátt fyrir tap í dag þá hefur Fylkisliðið verið besta lið deildarinnar og vinna hana verðskuldað. Hvernig metur Olgeir tímabilið?

„Tímabilið er búið að vera frábært. Strákarnir eru búnir að standa sig ótrúlega vel og eiga allt hrós skilið. Þeir eru búnir að leggja á sig gríðarlega vinnu og hafa vaxið með hverjum leiknum sem að hefur liðið. Ótrúlega spennandi lið, góðir strákar og góðir í fótbolta. Geta bætt sig mikið og ef að þeir leggja mikið á sig og æfa vel - þá er bara allt mögulegt fyrir þessa drengi.''

Olgeir segist jafnframt búast við því að halda öllum lykilmönnum og að bæta svo í hópinn.

„Algjörlega. Við ætlum að halda þessu liði sem að við erum með. Það er númer eitt, tvö og þrjú. Ef að það eru einhverjir sem að við finnum, eða eru á lausu, þá skoðum við það. En númer eitt, tvö og þrjú er að halda þessum strákum sem eru hérna hjá okkur,'' sagði Olgeir að lokum.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner