Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   lau 17. september 2022 17:45
Daníel Smári Magnússon
Olgeir: Tímabilið búið að vera frábært
,,Allt mögulegt fyrir þessa drengi''
Lengjudeildin
Olgeir var sáttur með margt í leik sinna manna í dag.
Olgeir var sáttur með margt í leik sinna manna í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Þetta var bara nokkuð jafn í fyrri hálfleik fannst mér. Létum boltann ganga og gekk frekar hægt. Vorum að venjast vellinum aðeins, en vorum að reyna hluti sem að ég bað þá um að gera og það sem við höfum verið að gera í allt sumar. Fáum á okkur mark og hefðum átt að koma í veg fyrir það. Annars fannst mér strákarnir standa sig vel og þeir bættu bara í í seinni hálfleik, lögðu allt í þetta - en töpuðum 2-1, það gerist,'' sagði Olgeir Sigurgeirsson, aðstoðarþjálfari Lengjudeildarmeistara Fylkis, eftir 2-1 tap gegn Þór í dag. 


Lestu um leikinn: Þór 2 -  1 Fylkir

Fylkismenn sóttu hart að Þórsurum í leit að sigurmarkinu og pendúllinn virtist sveiflast ansi þungt með Fylki og undirrituðum fannst mark liggja í loftinu Fylkismegin. En þeir fengu mark í andlitið í staðinn.

„Já, sammála því. Mér fannst það bara tímaspursmál hvort að við myndum skora eða ekki. En eins og ég segi, þetta er fótbolti og þetta getur gerst. En við gáfum allt í þetta og strákarnir reyndu. Þeir eiga hrós skilið fyrir þennan leik, en voru óheppnir.''

Þrátt fyrir tap í dag þá hefur Fylkisliðið verið besta lið deildarinnar og vinna hana verðskuldað. Hvernig metur Olgeir tímabilið?

„Tímabilið er búið að vera frábært. Strákarnir eru búnir að standa sig ótrúlega vel og eiga allt hrós skilið. Þeir eru búnir að leggja á sig gríðarlega vinnu og hafa vaxið með hverjum leiknum sem að hefur liðið. Ótrúlega spennandi lið, góðir strákar og góðir í fótbolta. Geta bætt sig mikið og ef að þeir leggja mikið á sig og æfa vel - þá er bara allt mögulegt fyrir þessa drengi.''

Olgeir segist jafnframt búast við því að halda öllum lykilmönnum og að bæta svo í hópinn.

„Algjörlega. Við ætlum að halda þessu liði sem að við erum með. Það er númer eitt, tvö og þrjú. Ef að það eru einhverjir sem að við finnum, eða eru á lausu, þá skoðum við það. En númer eitt, tvö og þrjú er að halda þessum strákum sem eru hérna hjá okkur,'' sagði Olgeir að lokum.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner