Koné fer til Manchester - Zirkzee fær loforð frá Roma - Chelsea og Villa skoða Santi Castro - John Terry til Oxford? - Aké eftirsóttur
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
   lau 17. september 2022 17:45
Daníel Smári Magnússon
Olgeir: Tímabilið búið að vera frábært
,,Allt mögulegt fyrir þessa drengi''
Lengjudeildin
Olgeir var sáttur með margt í leik sinna manna í dag.
Olgeir var sáttur með margt í leik sinna manna í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Þetta var bara nokkuð jafn í fyrri hálfleik fannst mér. Létum boltann ganga og gekk frekar hægt. Vorum að venjast vellinum aðeins, en vorum að reyna hluti sem að ég bað þá um að gera og það sem við höfum verið að gera í allt sumar. Fáum á okkur mark og hefðum átt að koma í veg fyrir það. Annars fannst mér strákarnir standa sig vel og þeir bættu bara í í seinni hálfleik, lögðu allt í þetta - en töpuðum 2-1, það gerist,'' sagði Olgeir Sigurgeirsson, aðstoðarþjálfari Lengjudeildarmeistara Fylkis, eftir 2-1 tap gegn Þór í dag. 


Lestu um leikinn: Þór 2 -  1 Fylkir

Fylkismenn sóttu hart að Þórsurum í leit að sigurmarkinu og pendúllinn virtist sveiflast ansi þungt með Fylki og undirrituðum fannst mark liggja í loftinu Fylkismegin. En þeir fengu mark í andlitið í staðinn.

„Já, sammála því. Mér fannst það bara tímaspursmál hvort að við myndum skora eða ekki. En eins og ég segi, þetta er fótbolti og þetta getur gerst. En við gáfum allt í þetta og strákarnir reyndu. Þeir eiga hrós skilið fyrir þennan leik, en voru óheppnir.''

Þrátt fyrir tap í dag þá hefur Fylkisliðið verið besta lið deildarinnar og vinna hana verðskuldað. Hvernig metur Olgeir tímabilið?

„Tímabilið er búið að vera frábært. Strákarnir eru búnir að standa sig ótrúlega vel og eiga allt hrós skilið. Þeir eru búnir að leggja á sig gríðarlega vinnu og hafa vaxið með hverjum leiknum sem að hefur liðið. Ótrúlega spennandi lið, góðir strákar og góðir í fótbolta. Geta bætt sig mikið og ef að þeir leggja mikið á sig og æfa vel - þá er bara allt mögulegt fyrir þessa drengi.''

Olgeir segist jafnframt búast við því að halda öllum lykilmönnum og að bæta svo í hópinn.

„Algjörlega. Við ætlum að halda þessu liði sem að við erum með. Það er númer eitt, tvö og þrjú. Ef að það eru einhverjir sem að við finnum, eða eru á lausu, þá skoðum við það. En númer eitt, tvö og þrjú er að halda þessum strákum sem eru hérna hjá okkur,'' sagði Olgeir að lokum.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner