Þrír mega fara frá Man Utd - Barcelona ætlar að styrkja framlínuna - Stiller áfram orðaður við Real Madrid
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
banner
   lau 17. september 2022 17:45
Daníel Smári Magnússon
Olgeir: Tímabilið búið að vera frábært
,,Allt mögulegt fyrir þessa drengi''
Lengjudeildin
Olgeir var sáttur með margt í leik sinna manna í dag.
Olgeir var sáttur með margt í leik sinna manna í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Þetta var bara nokkuð jafn í fyrri hálfleik fannst mér. Létum boltann ganga og gekk frekar hægt. Vorum að venjast vellinum aðeins, en vorum að reyna hluti sem að ég bað þá um að gera og það sem við höfum verið að gera í allt sumar. Fáum á okkur mark og hefðum átt að koma í veg fyrir það. Annars fannst mér strákarnir standa sig vel og þeir bættu bara í í seinni hálfleik, lögðu allt í þetta - en töpuðum 2-1, það gerist,'' sagði Olgeir Sigurgeirsson, aðstoðarþjálfari Lengjudeildarmeistara Fylkis, eftir 2-1 tap gegn Þór í dag. 


Lestu um leikinn: Þór 2 -  1 Fylkir

Fylkismenn sóttu hart að Þórsurum í leit að sigurmarkinu og pendúllinn virtist sveiflast ansi þungt með Fylki og undirrituðum fannst mark liggja í loftinu Fylkismegin. En þeir fengu mark í andlitið í staðinn.

„Já, sammála því. Mér fannst það bara tímaspursmál hvort að við myndum skora eða ekki. En eins og ég segi, þetta er fótbolti og þetta getur gerst. En við gáfum allt í þetta og strákarnir reyndu. Þeir eiga hrós skilið fyrir þennan leik, en voru óheppnir.''

Þrátt fyrir tap í dag þá hefur Fylkisliðið verið besta lið deildarinnar og vinna hana verðskuldað. Hvernig metur Olgeir tímabilið?

„Tímabilið er búið að vera frábært. Strákarnir eru búnir að standa sig ótrúlega vel og eiga allt hrós skilið. Þeir eru búnir að leggja á sig gríðarlega vinnu og hafa vaxið með hverjum leiknum sem að hefur liðið. Ótrúlega spennandi lið, góðir strákar og góðir í fótbolta. Geta bætt sig mikið og ef að þeir leggja mikið á sig og æfa vel - þá er bara allt mögulegt fyrir þessa drengi.''

Olgeir segist jafnframt búast við því að halda öllum lykilmönnum og að bæta svo í hópinn.

„Algjörlega. Við ætlum að halda þessu liði sem að við erum með. Það er númer eitt, tvö og þrjú. Ef að það eru einhverjir sem að við finnum, eða eru á lausu, þá skoðum við það. En númer eitt, tvö og þrjú er að halda þessum strákum sem eru hérna hjá okkur,'' sagði Olgeir að lokum.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner