Van Dijk vill framlengja - PSG og Juve vilja Salah - Man Utd vill Rabiot
   sun 17. september 2023 21:45
Brynjar Ingi Erluson
Brighton grínaðist með markið sem var dæmt af Man Utd
Markið fékk ekki að standa
Markið fékk ekki að standa
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildarfélagið Brighton er virkt á samfélagsmiðlum en það ákvað að búa til smá glens og grín í kringum markið sem var dæmt af Manchester United í gær.

Brighton vann góðan 3-1 sigur á Old Trafford en eitt mark var dæmt af United.

Rasmus Höjlund kom boltanum í markið eftir sendingu frá Marcus Rashford, en boltinn var farinn af vellinum þegar Rashford potaði honum í átt að markinu.

VAR tók markið af Höjlund en Brighton ákvað að grínast aðeins með það á Tik Tok og blandaði þar atvikinu saman með lýsingu frá United-stuðningsmanninum, Mark Goldbridge, sem er oft með kostuleg viðbrögð þegar það kemur að United, en í atvikinu sem sést í myndbandinu er hann að spila tölvuleikinn FIFA.

Hægt er að sjá þetta myndband hér fyrir neðan.

@officialbhafc Mark Goldbridge and goal line technology, name a better duo… ???? #MUFC #BHAFC #PL ? original sound - Brighton & Hove Albion FC

Athugasemdir
banner
banner