Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   þri 17. september 2024 15:50
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið Aston Villa gegn Young Boys: Duran byrjar á bekknum
Duran byrjar á bekknum.
Duran byrjar á bekknum.
Mynd: Getty Images
Unai Emery.
Unai Emery.
Mynd: EPA
Meistaradeildin er að fara af stað. Aston Villa mætir spræku liði Young Boys í Sviss klukkan 16:45. Þetta verður heldur betur stór stund fyrir Villa sem snýr aftur í bestu félagsliðakeppni Evrópu í fyrsta sinn í 41 ár.

Síðast kepptu þeir 1982-83 en féllu úr leik gegn Juventus í 8-liða úrslitum.

Aston Villa hefur leik gegn Young boys en í leikjadagskrá enska liðsins í Meistaradeildinni eru meðal annars Bayern München, Juventus og RB Leipzig.

Unai Emery stjóri Villa heldur sig við sama lið og vann Everton í ensku úrvalsdeildinni á laugardag, 3-2 eftir að hafa lent tveimur mörkum undir. Leon Baily er á bekknum en hann var ekki með gegn Everton vegna meiðsla aftan í læri.

Jhon Duran, sem skoraði magnað sigurmark gegn Everton, byrjar aftur á bekknum.

Byrjunarlið Aston Villa: Martinez, Bogarde, Konsa, Pau Torres, Digne, Onana, Tielemans, McGinn, Rogers, Ramsey, Watkins

(Varamenn: Gauci, Zych, Nedeljkovic, Maatsen, Diego Carlos, Swinkels, Young, Barkley, Buendia, Bailey, Dura)

Byrjunarlið Young Boys: Von Ballmoos, Hadjam, Zoukrou, Ugrinic, Colley, Camara, Niasse, Athekame, Lauper, Ganvoula, Monteiro

(Varamenn: Keller, Marzino, Lakomy, Itten, Imeri, Chaiwa, Elia, Virginius, Abdu Conte, Benito, Blum, Males)
Athugasemdir
banner
banner
banner