Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   þri 17. september 2024 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Guardiola heldur sig frá samfélagsmiðlum - „Dætur mínar leyfa mér að nota símann“
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola, stjóri Manchester City á Englandi, er ekki ýkja hrifinn af samfélagsmiðlum og kýs að halda sér frá þeim, en ef hann hefur þörf fyrir því að skoða eitthvað þá notar hann símann hjá fjölskyldumeðlimum.

Leikmenn og margir úr þjálfarateymi Man City notast við samskiptaforritið WhatsApp til þess að spjalla um allt milli himins og jarðar.

Guardiola er þó ekki í þessari grúppu þar sem hann notar ekki samfélagsmiðla.

„Ég er ekki hrifinn af WhatsApp eða þessháttar. Ég er bara með einn síma og það er ekkert TikTok, Twitter eða Instagram á þeim síma. Þetta er bara síminn og skilaboð, það er allt og sumt,“ sagði Guardiola.

Hann viðurkennir þó að stundum fái hann þörf fyrir því að skoða hvað sé að gerast í heiminum.

„Þegar ég vil nota þetta þá tala ég við dætur mínar og þær leyfa mér að gera það í símanum þeirra. Þannig gerum við þetta,“ sagði spænski stjórinn við Sky Sports.
Athugasemdir
banner
banner