Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 17. október 2019 19:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spilar Lacazette á mánudaginn? - „Kláraði æfingu og líður vel"
Mynd: Getty Images
Alexandre Lacazette æfði með Arsenal í dag og gæti spilað með liðinu gegn Sheffield United í ensku úrvalsdeildinni á mánudagskvöld.

Lacazette hefur verið frá keppni síðan hann skoraði í grannaslagnum gegn Tottenham þann 1. september. Ökklameiðsli hafa verið að hrjá hann.

Meiðslin komu meðal annars í veg fyrir að Lacazette kæmi með franska landsliðinu til Íslands fyrir leik liðanna í undankeppni EM 2020. Frakkar unnu leikinn 1-0 þar sem Olivier Giroud skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu.

„Hann kláraði æfingu og líður vel," sagði Unai Emery, stjóri Arsenal, í dag um Lacazette. „Hann mun æfa aftur á morgun og eftir þá æfingu munum við ákveða hvort hann spili."

„Það er mjög jákvætt að hann sé byrjaður að æfa aftur með okkur og sé möguleiki fyrir mánudaginn."

Framherjinn er búinn að skora tvö mörk í þremur deildarleikjum til þessa.
Athugasemdir
banner
banner
banner