Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 17. október 2020 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Claude Puel ósáttur með meðferð Arsenal á Saliba
William Saliba
William Saliba
Mynd: Getty Images
Claude Puel, þjálfari St. Etienne í Frakklandi, er afar ósáttur með enska úrvalsdeildarfélagið Arsenal og meðferð félagsins á franska varnarmanninum William Saliba.

Arsenal keypti Saliba frá St. Etienne á síðasta ári og lánaði hann strax aftur til franska félagsins.

Saliba fór til Arsenal eftir tímabilið en hefur ekkert fengið að spila og var ekki í Evrópudeildarhópnum. Arsenal reyndi að koma honum á lán til St. Etienne, Brentford og fleiri liða en það gekk þó ekki eftir og spilar hann því með Arsenal fram í janúar.

„Þetta var skammtíma hugsun hjá Arsenal, jafnvel þó hann sé enn ungur. Frábær leikmaður á borð við William, sem ég óska alls hins besta, er ekki í Evrópudeildarhópnum hjá félaginu. Hver er eiginlega pælingin?" sagði og spurði Puel.

„Hann hafði mikinn áhuga á að koma aftur hingað. Þetta félag er eins og fjölskylda. Hann hefði náð að aðlagast um leið og það hefði gerst ef skilyrðin hefðu verið ásættanleg. Við þurfum að halda í okkar stefnu þegar það kemur að fjárhag og geta virt samning okkar við hann," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner