Chelsea setti met í gær er liðið vann Brentford 1-0 í ensku úrvalsdeildinni þar sem Ben Chilwell skoraði eina mark leiksins.
                
                
                                    Chilwell tryggði Chelsea sigur með fallegu marki undir lok fyrri hálfleiks en Brentford átti svo sannarlega sín færi í þessari viðureign.
Chelsea var þarna að vinna sinn sjöunda grannaslag í London í röð sem er met á meðal liða í efstu fjórum deildum Englands.
Í þessum sjö leikjum fékk Chelsea aðeins eitt mark á sig en það var í 4-1 sigri á Crystal Palace.
Chelsea hefur unnið Fulham, Tottenham (2), Palace, West Ham, Arsenal og nú Brentford í röð en öll þessi lið eru staðsett í London.
Chelsea er komið á toppinn í ensku deildinni og er einu stigi á undan Liverpool sem er í því öðru.
Athugasemdir
                                                                
                                                        
 
         
         
     
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                        
                        
        
         
                    
        
         
                 
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                            
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                
                        
        
        

