Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 17. nóvember 2019 18:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarlið Moldóvu: 3-4-3 og tvær breytingar
Icelandair
Engin Firat, landsliðsþjálfari Moldóvu.
Engin Firat, landsliðsþjálfari Moldóvu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Artur Ioniță.
Artur Ioniță.
Mynd: Getty Images
Frá leiknum á Laugardalsvelli sem Ísland vann 3-0, gera Moldóvar sex breytingar. Tyrkinn Engin Firat, sem tók við landsliðsþjálfarastarfinu í Moldóvu í síðasta mánuði, stillir upp í 3-4-3 samkvæmt vefsíðu UEFA.

Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu.

Moldóva tapaði naumlega gegn Heimsmeisturum Frakklands í París á föstudag. Frá þeim leik eru tvær breytingar á liðinu.

Maxim Focşa, leikmaður FC Sfântul Gheorghe í heimalandinu, kemur inn ásamt Nicolae Milinceanu, leikmanni Vaduz í Liechtenstein.

Artur Ioniță er stærsta stjarna Moldóva. Hann er 29 ára gamall og spilar með Cagliari á Ítalíu. Hann leikur sem miðjumaður.

Byrjunarlið Moldóvu:
23. Alexei Koşelev
3. Igor Armaș (f)
4. Sergiu Platica
6. Maxim Focşa
7. Artur Ionița (f)
8. Cătălin Carp
10. Eugeniu Cociuc
11. Radu Gînsari
14. Artur Craciun
20. Vadim Raţă
21. Nicolae Milinceanu

Þetta er síðasti leikur liðanna í undankeppninni. Ísland er í þriðja sæti með 16 stig og er Moldóva á botninum með þrjú stig. Ísland á ekki möguleika á því að lenda í tveimur efstu sætunum og koma sér þannig á EM. Við þurfum að treysta á umspil í staðinn.

Sjá einnig:
Byrjunarlið Íslands: Mikael og Kolbeinn byrja
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner