Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 17. nóvember 2021 10:30
Elvar Geir Magnússon
Stjórnin tilbúin að tvöfalda laun Southgate
Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands.
Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands.
Mynd: EPA
Það ríkir ljómandi ánægja með þá vegferð sem enska landsliðið hefur verið á undir stjórn Gareth Southgate. Liðið er komið á HM en það tapaði ekki leik í undankeppninni. Undir stjórn Southgate komst England í undanúrslit HM 2018 og í úrslitaleik EM alls staðar.

Southgate hefur sjálfur sagt að hann sé tilbúinn að gera nýjan samning við enska knattspyrnusambandið og telur að það verði engar hindranir i veginum.

Mirror segir að enska fótboltasambandið ætli að semja við Southgate til 2024. Stjórnarfundur sé fyrirhugaðir í næsta mánuði og þar gæti verið frágengið að binda Southgate úr Evrópumótið 2024.

Núgildandi samningur Southgate rennur út eftir næsta ár en hann færir honum 2,5 milljónir punda í árslaun. Sagt er að stjórnin sé sannfærð um að hann sé rétti maðurinn til að leiða liðið áfram og sé tilbúin að tvöfalda laun hans.

Sjá einnig:
Mings: Southgate gefur öllum mikið sjálfstraust
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner