
Olivier Giroud svaraði spurningum á fréttamannafundi franska landsliðsins og var meðal annars spurður út í stuðningsmennina sem mættu franska landsliðinu við lendingu í Katar.
Stuðningsmenn franska liðsins virtust allir vera Indverjar, rétt eins og stuðningsmenn annarra stórþjóða úr fótboltaheiminum. Þar af leiðandi þykir nokkuð augljóst að Katar er með fólk á launum við að þykjast vera stuðningsmenn HM-þjóða.
Giroud sló á létta strengi þegar hann fékk þessa spurningu og sagðist vera sáttur með að Frakkar hefðu stuðning Indverja á HM, því þeir eru svo ótrúlega margir.
„Móttökurnar hérna voru frábærar. Ég vissi ekki að Indverjar héldu með Frakklandi en mér finnst það frábært þar sem það er til meira en einn milljarður af Indverjum í heiminum," svaraði Giroud og glotti.
Sjá einnig:
Katarar bregðast reiðir við ásökunum um keypta stuðningsmenn