Standard Liege U23 0 - 3 Lommel SK
0-1 Kolbeinn Þórðarson ('41)
0-2 S. Wuytens ('54)
0-3 Metinho ('90)
Rautt spjald: A. Calut, St. Liege ('93)
Kolbeinn Þórðarson hefur verið í lykilhluverki í liði Lommel sem var að vinna sinn fimmta deildarleik í röð í B-deild belgíska boltans. Hann skoraði fyrsta mark leiksins og var það af dýrari gerðinni, eitt af mörkum tímabilsins í deildinni.
Hinn sextugi Steve Bould, sem var leikmaður Arsenal í 11 ár og starfaði sem þjálfari hjá félaginu frá aldamótum, hætti hjá Arsenal í sumar til að taka við Lommel og reyna að koma þeim upp í efstu deild.
Kolbeinn var ekki í stóru hlutverki til að byrja með en er búinn að vinna sér inn traustið hjá Bould og hefur verið að spila frábærlega undanfarna mánuði. Auk þess að skora í sigri liðsins í dag hefur hann gefið þrjár stoðsendingar í síðustu fjórum leikjum.
Lommel er í fjórða sæti B-deildarinnar, með 30 stig eftir 18 umferðir. Sex efstu lið deildarinnar fara í umspilskeppni um sæti í efstu deild.