
Króatía og Marokkó mætast í leik um þriðja sæti heimsmeistaramótsins í Katar klukkan 15:00 á alþjóðaleikvanginum Khalifa. Það vantar marga lykilmenn í lið Marokkó í dag.
Zlatko Dalic, þjálfari Króata, gerir fimm breytingar á liði sínu í dag en Mislav Orisc, Marko Livaja, Lovro Majer, Josip Stanisic og Josip Sutalo koma allir inn í liðið.
Josip Juranovic, hægri bakvörður liðsins, er meiddur og kemur Stanisic inn fyrir hann. Sutalo kemur inn fyrir Dejan Lovren og þá detta þeir Mario Pasalic, Borna Sosa og Marcelo Brozovic einnig úr liðinu.
Marokkó er þá án margra lykilmanna. Romain Saiss, Nayef Aguerd og Noussair Mazraoui eru ekki með í dag. Þá er Azzedine Ounahi, einn besti leikmaður Marokkó á mótinu, á bekknum.
Króatía: Livakovic, Stanisic, Sutalo, Gvardiol, Perisic, Modric, Kovacic, Majer, Kramaric, Orsic, Livaja.
Marokkó: Bono, Hakimi, Dari, El Yamiq, Attiat-Allah, Amrabat, El Khannouss, Ziyech, Sabiri, Boufal, En-Nesyri.
Athugasemdir