Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 18. janúar 2022 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Eins með Björn Bergmann og aðra Skagamenn
Mynd: Fótbolti.net - Gísli Baldur
Björn Bergmann Sigurðarson er uppalinn Skagamaður og er samningsbundinn norska félaginu Molde út komandi tímabil.

Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, er hálfbróðir Björns og var Jói Kalli spurður út í hálfbróður sinn í viðtali um helgina.

Hafiði eitthvað heyrt í honum að koma aftur heim í ÍA? Áður en Jói Kalli svaraði hló hann að spurningunni.

„Það er eins og með alla aðra Skagamenn, við erum alltaf að reyna fá okkar bestu menn heim. Auðvitað eru þeir margir hverjir það góðir að þeir eru að spila út um allan heim og líka í góðum liðum á Íslandi," sagði Jói Kalli.

„Við viljum alltaf gera okkar besta til að vera með okkar bestu Skagamenn heima á Skaganum. Það mun ekkert breytast," bætti Jói Kalli við.

Björn Bergmann er þrítugur framherji og hefur verið erlendis síðan 2009 þegar hann samdi við Lilleström.
Jói Kalli: Gott að koma til baka eftir rasskellingu á móti Stjörnunni
Athugasemdir
banner
banner